17:28
{mosimage}
Ína María og Dagmar
Njarðvíkingar greina frá því á heimasíðu sinni í dag að þeir hafi gengið frá samningum við unglingalandsliðskonurnar Ínu Maríu Einarsdóttur og Dagmar Traustadóttur en þær eru 15 og 16 ára og urðu Íslandsmeistarar með 10. flokk félagsins í vor.
Sigurður H. Ólafsson formaður kvennaráðs kkd Njarðvíkur segir að þessi samningur sé mikilvægur þáttur í að byggja upp kvennaboltann í Njarðvík til framtíðar.
Nánar má lesa um málið á heimasíðu Njarðvíkur.
Mynd: Eyrún Líf