Stjörnumaðurinn Daði Lár Jónsson segir skilið við íslenska boltann í bili og heldur úr Garðabæ til Bandaríkjanna. Daði mun stunda nám og spila körfubolta við Gaston Day miðskólann sem er í Gastonia í Norður-Karólínu.
Daði sem verður 18 ára í október á þessu ári lék með U18 ára landsliði Íslands bæði á Norðurlandamótinu og í B-deild Evrópukeppninnar og þá kom hann einnig nokkuð við sögu með Stjörnunni á síðasta tímabili þar sem hann lék alls 26 leiki með liðinu.
Mynd/ SÖA