Samkvæmt vefmiðlum í Danmörku hefur Craig Pedersen sagt starfi sínu sem aðalþjálfari liðs Svendborg Rabbits lausu. Samkvæmt miðlinm kemur þetta sem reiðarslag og mjög óvænt fyrir danskan körfubolta heimafyrir. Svendborg hefur ekki átt bestu byrjun sína í deildinni, þeir sitja í fjórða sæti með fjóra sigra úr 7 leikjum. Craig hefur verið við stjórnvölin í 13 ár hjá Svendborg, lengst allra þjálfara þarlendis.
Uppsögn þessi hlýtur að ýta undir að Craig ætli sér jafnvel að framlengja samning sinn við KKÍ og halda áfram með íslenska landsliðið. Mikil ánægja hefur verið með störf hans eins og gefur að skilja en hann fór með liðið eins langt og það hefur komist nokkurntímann.
Frétt af danska miðlinum Fullcourt.dk