spot_img
HomeFréttirCraig: Ætla ekki að búa til afsakanir - Töpuðum fyrir liði sem...

Craig: Ætla ekki að búa til afsakanir – Töpuðum fyrir liði sem var betra en við

Craig Pedersen var verulega skúffaður með frammistöðu síns liðs eftir tapið gegn Sviss í kvöld. Leiknum lauk með þriggja stiga sigri Sviss.

 

Pedersen sagði að Sviss hefði einfaldlega verið betri aðilinn í leiknum á blaðamannafundi eftir leikinn í Fribourg.

 

„Áhlaupið kom of seint í dag. Við þurfum að spila með þeim eldmóði, krafti og spennu allan leikinn en ekki bara í þrjár mínútur. Í heildina litið þá vann bara betra liðið í dag, ef við spilum ekki vel getum við tapað fyrir öllum liðum í Evrópu. Sviss var betra en við í dag.“ sagði Craig og bætti við

 

„Þetta gæti haft mikil áhrif á okkar möguleika. Við töluðum samt um það núna strax eftir leik að þetta er enn í okkar höndum, við eigum tvo heimaleiki eftir gegn Kýpur og Belgíu.“

 

Ísland er enn í öðru sæti A-riðils og en árangur gegn liðinu í þriðja sæti skiptir miklu því fjögur lið sem enda í öðru sæti riðlanna komast á Eurobasket.

 

„Við þurfum að taka einn leik í einu núna og þjappa okkur aðeins saman. Fyrst er það Kýpur og við verðum að vinna, ef þeir komast í gang þá geta þeir hitt gríðarlega. Klárum þann leik og lítum svo á belgana, ef við vinnum þessa tvo leiki erum við enn í góðri stöðu.“

 

Íslenska liðið hefur verið þekkt fyrir eldmóð sinn og vinnusemi. Þeir eiginleikar hafa komið liðinu langt en voru af takmörkuðum skammti í dag.

 

„Ég veit ekki afhverju við spiluðum af svona lítilli orku í dag. Ef við spilum án kraftsins þá lendum við í vandræðum með öll lið. Ég vill ekki fara að búa til afsakanir, það er ekki sanngjarnt. Við einfaldlega töpuðum fyrir liði sem var betra en við.“

 

„Þeir refsuðu okkur á nokkrum stöðum vallarins og áttu svör við öllum okkar áhlaupum. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir í 11 stiga mun og lítið eftir sem við urðum hræddir og þá fórum við að spila eins og við hefðum átt að gera allan leikinn. “ sagði Craig Pedersen svo að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -