spot_img
HomeFréttir"Comeback" hjá Jordan ??

“Comeback” hjá Jordan ??

dÓvæntur gestur bar að garði á æfingu hjá Charlotte Bobcats nú í vikunni. Þar var á ferðinni Michael nokkur Jordan. Aðspurður um hvort nýtt "comeback" væri á leiðinni hló kappinn hreinlega að blaðamönnum. "Þessi mæting mín á æfingu var hreinlega aðeins til að peppa mannskapinn upp" sagði Jordan eftir æfinguna við blaðamenn vestra.

Ég er í raun bara reyna að hjálpa til við að búa til sterka liðsheild. Það hafa verið leikir hjá liðinu þar sem þeir hafa spilað sem góð liðsheild og verið í góðum málum gegn "stóru liðunum" en svo taka menn sig til og ætla sér stóra hluti sem einstaklingar og þá fer allt um koll" sagði Jordan enn fremur en þeir sem ekki vita þá er Jordan yfirmaður Körfuknattleiksmála hjá Bobcats.

"Upphaflega vildi ég ekki fara á æfingu með liðinu einfaldlega vegna þess að ég persónulega tel ekki þörf á því að fá ytri hvatningu til að vera bestur í því sem ég er að gera. Maður á sjálfur að hafa þá hugsun að vilja vera sá allra besti. En ég sló til og vonandi hefur þetta jákvæð áhrif á þessa drengi" sagði fyrrum besti körfuknattleiksmaður heims.

Fyrir aðdáendur Bobcats (JBÓ) vonum við að þessi skemmtilega uppákoma hjá Jordan virki vel á liðið en þeir eru í næst neðsta sæti suð-austurriðilsins með hlutfallið 8-14.

Fréttir
- Auglýsing -