Vincent Collet þjálfari Frakklands var ángæður með sigurinn á Íslandi. Hann sagði það geta verið erfitt að spila leiki sem þennan sem liðið átti að vinna. Hann hrósaði frammistöðu Íslands og sagðist vera hrifinn af íslensku stuðningsmönnunum.
„Ég vil óska Íslandi til hamingju með frammistöðuna. Liðið spilaði að svo miklu hjarta og gafst aldrei upp. Ísland spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og Jón Arnór Stefánsson lék sinn besta leik á mótinu.“ sagði Collet á blaðamannafundi eftir leikinn og bætti við:
„Stuðningsmenn Íslands voru stórkostlegir í dag líkt og í fyrstu tveimur leikjunum.“
Blaðamannafund Frakklands eftir sigurinn á Íslandi má finna hér að neðan:
Mynd / FIBA