12:32
{mosimage}
Á vef KKÍ er veglegt myndasafn og þar birtast reglulega nýjar myndir. Mynd dagsins í dag er af þjálfaranum Chuck Daly ásamt þeim Ágústi Guðmundssyni og Inga Þór Steinþórssyni.
Voru þeir Ágúst og Ingi á þjálfaranámskeiði í Valencia á Spáni þar sem fyrirlesarar voru m.a. Chuck Daly og Ettore Messina.
Chuck Daly sem lést fyrr í vetur er einn öflugasti þjálfari Bandaríkjanna á síðari árum en hans frægðarsól var frá 1989-1992 þegar hann gerði Detroit Piston að NBA meisturum tvö ár í röð 1989 og 1990 ásamt því sem hann vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Barcelona með bandaríska landsliðið eða draumaliðið eins og þeir voru kallaðir.
Hægt er að sjá mynd dagsins hér og aðrar myndir hérna.
mynd: af vef KKÍ