spot_img
HomeFréttirChris Isom stoppaði stutt

Chris Isom stoppaði stutt

20:59

{mosimage}
(Chris Isom í einum af fáu leikjum sínum sem atvinnumaður)

Chris Isom, 22 ára gamall Bandaríkjamaður sem skrifaði undir samning við Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar þann 25. júlí, er haldinn heim á leið og er Ingólfur Þorleifsson stjórnarformaður KFÍ ekki sáttur við framgöngu kappans. „Chris er bara ekki meiri maður en svo að hann ákvað allt í einu, þegar að hann var kominn til landsins, að hann hefði ekki áhuga á að gerast atvinnumaður í körfubolta. Hann er mjög góður leikmaður en það er alfarið hans ákvörðun að fara heim. Þetta er mjög bagalegt fyrir lítið félag því alls kostar þetta okkur um 200.000 krónur“, segir Ingólfur. www.bb.is greinir frá.

KFÍ á þó von á öðrum Bandaríkjamanni fljótlega. „Robert Williams sem lék með okkur síðasta vetur er væntanlegur í staðinn.“

mynd: [email protected]

www.bb.is

Fréttir
- Auglýsing -