spot_img
HomeFréttirChris Caird: Samb er gríðarlegur íþróttamaður

Chris Caird: Samb er gríðarlegur íþróttamaður

Christopher Caird leikmaður Tindastóls var að vonum ánægður með sigur sinna manna á ÍR í kvöld en Tindastóll vann heldur öruggan sigur.

 

Karfan.is náði á Caird er hann ferðaðist til Sauðárkróks eftir leikinn og fékk viðbrögð eftir sigurinn.

 

“Leikurinn spilaðist eins og við vildum, við vorum sterkir varnarlega og skiptingar voru góðar. Þeir fengu bara eitt skot í hverri sókn sem gaf okkur orku í sókninni sem við framkvæmdum vel allan leikinn.“ sagði Caird og bætti við:

 

„Þetta er langt tímabil og við erum komnir með nokkra nýja leikmenn sem hafa bæst við Tindastóls kjarnann. Þar á meðal ég sjálfur og við erum klárlega komnir á rétt ról. Ég er að komst í gang, hef verið verkjalaus í nokkra mánuði og er að ná fyrri krafti í vöðvana.“

 

„Vörnin okkar er enn ákveðinn hausverkur. Aðallega þó að halda henni í 40 mínútur. Við áttum nokkra stutta kafla sem kom þeim aftur inní leikinn, en ef þú horfir til baka á leikinn þá sérðu að við spiluðum sem heild. Í leiknum á móti KR gerðum við mörg mistök sem eru mjög ólík okkur sem var dýrt, við höfum lagað það í síðustu leikjum.“

 

Mamadou Samb hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu vikur en hann átti erfitt uppdráttar í fyrsta leiknum og ýmsir spurt hvort hann sé rétti leikmaðurinn fyrir Tindastól. Caird er sannfærður um að svo sé:

 

„Mamadou Samb er fjölhæfur leikmaður og það eru ýmsar leiðir til að nota hann vegna þess að hann er gríðalegur íþróttamaður.  Hann er spennandi leikmaður sem passar vel í liðið.“

 

Tindastóll mætir Njarðvík eftir viku í Síkinu og verður áhugavert að sjá hvort Caird og félagar ná að halda uppteknum hætti í þeim leik.

 

Fréttir
- Auglýsing -