spot_img
HomeFréttirChicago Bears buðu RyanTaylor til æfinga

Chicago Bears buðu RyanTaylor til æfinga

 

Ryan Taylor erlendur leikmaður ÍR-inga er í viðtali við Morgunblaðið í dag og þar kennir ýmissa að grasa. T.a.m var Ryan boðið í æfingabúðir hjá liði Chicago Bears í NFL deildinni án þess að hafa spilað íþróttina síðan hann var 15 ára gamall.  Ryan segir frá því að hann hafi hafnað þessu gylliboði og margir hafi verið á því að hann hafi gert stór mistök.  Enn fremur kemur fram að Ryan fái nú að athafna sig betur og spila sinn leik hjá ÍR en í háskólaboltanum eins og venjulega er var hann í föstu hlutverki og líkti því hlutverki við það sama og Draymond Green hefur hjá Golden State Warriors. 

 

 „Öll lið sem komast í úrslitakeppnina eru nógu góð til að vinna. Maður verður að koma rétt stilltur inn í leikina, ekki of spenntur né of slakur. Við þurfum að vera einbeittir. Það skemmtilegasta við íþróttir er að þótt eitt lið sé sigurstranglegra en annað þá er ekki sjálfgefið að úrslitin verði í takti við það. Ég sé ekki að neitt lið sé sigurstranglegast." sagði Ryan meðal annars aðspurður út í komandi úrslitakeppni.  

 

Margt annað fróðlegt kemur fram í viðtalinu sem hægt er að lesa í Morgunblaðinu í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -