spot_img
HomeFréttirCavaliers sópuðu Pacers í sumarfrí

Cavaliers sópuðu Pacers í sumarfrí

 

Fjórir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í gær og í nótt. Í Indiana slógu Cleveland Cavaliers heimamenn í Pacers út í fjórða leik liðanna. Lebron James frábær fyrir Cavaliers með 33 stig og 10 fráköst í leiknum.

 

 

Í Oklahoma komust Houston Rockets í þægilega stöðu í einvígi sínu gegn City Thunder. Rockets leiða nú með þremur sigrum gegn einum. Rockets þurfa nú aðeins einn sigur í viðbót til þess að komast áfram, en næsti leikur liðanna fer fram í Houston.

 

 

Í Chicago fullkomnuðu Boston Celtics endurkomu sína í einvíginu gegn Bulls. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum seríunnar heima í Boston, hafa þeir nú unnið síðustu tvo í Chicago og fara nú með jafna stöðu, 2-2, aftur heim í næsta leik.

 

 

Meiðsl lykilmanna hafa litað seríu Los Angeles Clippers og Utah Jazz. Blake Griffin, leikmaður Clippers, meiddist um miðjan síðasta leik liðanna og verður samkvæmt fréttum ekki meira með þetta tímabilið. Miðherji Jazz, Rudy Gobert, sem meiddist í fyrsta leik liðanna og hafði ekki verið með síðan í fyrstu þremur leikjunum, var aftur á móti kominn aftur í búning fyrir leik næturinnar. Utah sigruðu leik hann og fara því með jafna stöðu, 2-2, aftur í næsta leik til Los Angeles.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Cleveland Cavaliers 106 – 102 Indiana Pacers

Cavaliers sigruðu einvígið 4-0

 

Houston Rockets 113 – 109 Oklahoma City Thunder

Rockets leiða einvígið 3-1

 

Boston Celtics 104 – 95 Chicago Bulls

Einvígið er jafnt 2-2

 

Los Angeles Clippers 98 – 105 Utah Jazz

Einvígið er jafnt 2-2

Fréttir
- Auglýsing -