Meistarar Cleveland Cavaliers gjörsamlega slátruðu heimamönnum í Boston Celtics í nótt í öðrum leik úrslita austurstrandar NBA deildarinnar, 86-130. Cavaliers því búnir að sigra fyrstu tvo leiki seríunnar á útivelli, en nú verða næstu tveir leiknir á þeirra heimavelli í Cleveland.
Leikurinn í nótt aldrei spennandi, þar sem Cvaliers leiddu með 14 eftir fyrsta leikhluta, 41 í hálfleik og 46 stigum fyrir lokaleikhlutann áður en þeir svo kláruðu leikinn með 44 stiga forystu. Munur liðanna í hálfleik, 41 stig, er sá mesti í sögu úrslitakeppninnar og 44 stiga tap Celtics er það næst stærsta í sögu félagsins í úrslitakeppninni. Það stærsta var 47 stig og kom gegn Orlando Magic í úrslitakeppni ársins 1995.
Lebron James frábær fyrir Cavaliers, skoraði 30 stig, tók 7 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 4 boltum og varði 3 skot á aðeins 32 mínútum spiluðum í leiknum. Fyrir heimamenn var nýliðinn Jaylen Brown atkvæðamestur með 19 stig, 4 fráköst, 2 stolna bolta og stoðsendingu.
Stjörnuleikmaður Boston Celtics, Isaiah Thomas, lauk leik um miðbygg leiksins vegna meiðsla á mjöðm, en ekkert hefur verið gefið út með að hvaða leyti eða hvort hann verði með í næsta leik liðanna.
Nokkur skemmtileg tíst:
What Jaylen Brown's thinking right now pic.twitter.com/GTD2m7RoIr
— Philip Lewis (@Phil_Lewis_) May 20, 2017
— Bleacher Report (@BleacherReport) May 20, 2017
Westbrook, Harden plís !!!!! Lebron James er MVP punktur !#NBAPlayoffs #lebronmvp @nbaisland
— Ólafur Ólafsson (@olafur2811) May 20, 2017
Cavs have as many threes as Boston has field goals.
I can't see out of my right eye.
— Bill Simmons (@BillSimmons) May 20, 2017
@nbaisland Miklu meiri vinna framundan hjá Boston en margir hafa haldið. Þeir eiga mjög langt í land með að vera contenders.
— Ástvaldur Tryggvason (@astvaldurt) May 20, 2017
Það ætti að flauta þetta af, ómannlegt að kvelja leikmenn og áhorfendur lengur _x1f602_ #nba365 #CavsCeltics #savage
— Karl West (@kalliwest) May 20, 2017
Is there a mercy rule?
— Bill Simmons (@BillSimmons) May 20, 2017
Lebron er sama um eitthvað MVP, man on a mission. Sláturtíð í Garðinum.
— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 20, 2017
NEI NÚ HÆTTIR ÞÚ, KYRIE IRVING! Hvaða rugl?! #korfubolti #nba365 pic.twitter.com/lwiPLEaDQM
— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) May 20, 2017
Hélt Boston að það gæti eitthvað? Að öllu gamni slepptu, Boston er fínt lið, það besta í Austrinu. Cleveland er í annarri deild. #lebronmvp
— Fridrik Runarsson (@FridrikIngi) May 20, 2017
Ekki á hverjum degi sem maður sér liðið með besta árangurinn í deildarkeppninni gjörsamlega malbikað á heimavelli. Næstum aldrei, reyndar.
— Baldur Beck (@nbaisland) May 20, 2017
King’s mood: pic.twitter.com/bTLEkqDr6o
— Bleacher Report (@BleacherReport) May 20, 2017
Mood pic.twitter.com/SxOT2Cxvpb
— The Ringer (@ringer) May 20, 2017
The crowd should leave at halftime and go get drunk.
— Bill Simmons (@BillSimmons) May 20, 2017
Það helsta úr leiknum:
Úrslit næturinnar
Cleveland Cavaliers 130 – 86 Boston Celtics
Cavaliers leiða einvígið 2-0