Carmelo Anthony samdi nýverið við New York Knicks um $124 milljónir fyrir næstu 5 ár. Það gera rúmlega 14 milljarðar íslenskra króna. Anthony samdi einnig um að fá helminginn út fyrirfram, samkvæmt fréttum vestan hafs.
Anthony fær greiddar $62.032.340 út í hönd núna áður en leiktíðin hefst eða um $7,2 milljarða króna. Er þetta hæsta fyrirframgreiðsla sem reglur deildarinnar leyfa og jafnfram sú hæsta í sögu deildarinnar.
Getgátur eru um hvað honum gangi til. Sumir segja að leikmenn deildarinnar séu að fóðra sig upp fyrir mögulegt verkbann sumarið 2017, en J.R. Smith gerði slíkt hið sama. Báðir eru með umboðsmanninn Leon Rose.
Kobe Bryant tók einnig út fyrirfram $24,3 milljónir af risaframlengingunni sem Lakers buðu honum á síðasta ári.
Carmelo Anthony stofnaði nýlega fjárfestingarfyrirtækið M7 Tech Partners ásamt Stuart Goldfarb sem var lengi vel stjórnandi hjá NBC sjónvarspstöðinni. M7 Tech Partners hefur fjárfest í fyrirtækinu Hullabalu sem sérhæfir sig í margmiðlun fyrir börn.
Getgátur eru einnig um að Anthony ætli að hasla sér enn frekari völl í fjárfestingum.
Leiðrétting: Chris Herring hjá Wall Street Journal, þar sem undrritaður rakst á þessa frétt, hefur leiðrétt hana þar sem það er rangt að Anthony fái helminginn af heildarlaunum sínum út í hönd. Það rétt er að Anthony fær helminginn af árlegum launum sínum greidd fyrirfram, eða áður en leiktíðin hefst.