spot_img
HomeFréttirCandace Parker tróð tuðrunni

Candace Parker tróð tuðrunni

 Candace Parker sem spilar með WNBA liði LA Sparks gerði sér lítið fyrir og tróð boltanum í leik með liði sínu í nótt. Það sem gerir þetta svo sérstakt er sú staðreynd að hún er aðeins leikmaður númer 2 til að troða knettinum í kvennaboltanum þar ytra.Það var liðsfélagi hennar, Lisa Leslie sem náði þessum áfanga árið 2000 fyrst allra kvenna.  Candace sem er nýliði og margir telja vera kandidat í besta leikmann deildarinnar endaði leikinn með 10 stig 10 fráköst og 4 varin skot.

Fréttir
- Auglýsing -