spot_img
HomeFréttirCameron Forte til Keflavíkur

Cameron Forte til Keflavíkur

 

Keflavík hefur samkvæmt heimildum náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Cameron Forte um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deildinni. Forte er 201 cm bakvörður/framherji sem lék í bandaríska háskólaboltanum frá 2012 til 2016, en síðan þá hefur hann verið með liðum í Mexíkó, Ungverjalandi og í Kósovo.

 

Þó Íslandsmótið sé ekki enn hafið er Forte annar erlendur leikmaður Keflavíkur, en þeir létu þann fyrri, Kevin Young, frá sér fyrir nokkrum vikum.

 

Keflavík tekur á móti nýliðum Vals í fyrsta leik Íslandsmótsins komandi fimmtudag kl. 19:15 í TM Höllinni.

 

 

Tilþrif frá Forte:

Fréttir
- Auglýsing -