Hamar hefur samið við Matej Buovac um að leika með liðinu í fyrstu deild karla, en hann lék á síðasta tímabili með Skallagrím í Borgarnesi.
Matej er 198cm Króati sem leyst getur bæði stöðu bakvarðar og kraftframherja. Hann skilaði 16 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik með Skallagrím á síðasta tímabili.
Hamar er sem stendur í 2.-3. sæti fyrstu deildarinnar, með 10 sigurleiki úr fyrstu 12 umferðunum, en liðin í 2.-5. sæti deildarinnar komast í úrslitakeppni að deildarkeppni lokinni, þar sem spilað er upp á sæti í Dominos deildinni, á meðan að liðið í efsta sæti fer beint upp.