spot_img
HomeFréttirBucks minnkuðu muninn í úrslitaeinvíginu heima í Milwaukee

Bucks minnkuðu muninn í úrslitaeinvíginu heima í Milwaukee

Milwaukee Bucks lögðu Phoenix Suns í nótt í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í NBA deildinni í Fiserv höllinni í Miwaukee, 100-120.

Tölfræði leiksins

Með sigrinum minnkuðu Bucks muninn í einvíginu í 2-1. Suns unnu fyrstu tvo leikina nokkuð örugglega á heimavelli, en vinna þarf fjóra leiki til að vinna titilinn.

Atkvæðamestur fyrir Suns í leiknum var miðherjinn DeAndre Ayton með 18 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta. Fyrir Bucks var það Giannia Antentokounmpo sem dró vagninn með 41 stigi 13 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Bucks og Suns:

https://www.youtube.com/watch?v=vAtb_jL-4bg

Fjórði leikur liðanna er aðfaranótt fimmtudags 15. júlí kl. 01:00.

Hérna eru leikdagar lokaúrslitanna 2021

Fréttir
- Auglýsing -