Brynjar Þór Björnsson lék sinn 200. úrvalsdeildarleik í kvöld fyrir KR og fékk hann afhentan forláta blómvönd frá félaginu fyrir vikið. Karfan TV ræddi við Brynjar eftir stórsigur KR á Snæfell þar sem kappinn viðurkenndi það fúslega að hann ætlaði sér ekki að reyna við leikjamet Marels Guðlaugssonar.