spot_img
HomeFréttirBrown til Jordans - aftur

Brown til Jordans – aftur

Einn ofmetnasti leikmaður NBA á þessari öld er gengin til liðs við Charlotte Bobcats. Brown sem var valinn nr. 1 í nýliðavalinu 2001 hefur ekki átt þá björtu framtíð sem vonast var eftir á sínum tíma. Fer hann nú til Michael Jordans í Charlotte en það skondna er að Jordan valdi einmitt Brown í nýliðavalinu 2001 en þá var Jordan framkvæmdastjóri Washington.
Nú eru þeir félagar farnir að starfa saman á ný en að þessu sinni eru væntingarnar án efa aðeins minni varðandi frammistöðu Brown. Hann gerir aðeins samning til eins árs.
 
Brown hefur leikið í NBA síðan árið 2001 og er Charlotte fimmta liðið sem hann leikur með. En hann hefur verið á mála hjá Washington, Memphis, L.A. Lakers, Detroit og nú Charlotte.
 
Hann hefur skorað 6.7 stig og tekið 5.4 fráköst á ferli sínum.
 
Ljósmynd/ Kwame Brown þykir eitt mesta floppið í NBA er í vafasömum flokki með mönnum eins og Michael Olowokandi og Pervis Ellison.
 
emil@karfan.is
 
Fréttir
- Auglýsing -