spot_img
HomeFréttirBríet Lilja framlengir hjá Tindastól

Bríet Lilja framlengir hjá Tindastól

Stjórn KKD Tindastóls og Bríet Lilja hafa komist að samkomulagi að Bríet verði leikmaður liðsins á næsta tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Tindastóls.
 
 
Á heimasíðu Stólanna segir ennfremur:
 
Lýsir stjórn KKD Tindastóls mikilli ánægju að Bríet verði áfram innan herbúða liðsins. Bríet er ung að árum en hefur svo sannanlega sýnt það að allir vegir eru færir ef maður stundar af krafti það sem maður hefur áhuga á og lætur ekkert stoppa sig í að verða betri með hverri æfingunni.  Bríet er 16 ára  og var einn af máttastólpunum í 1 deildar liði Tindastóls í vetur og var í framhaldinu valin í U16 ára landslið íslands. Stjórn KKD  Tindastóls óskar Bríeti Innilega til hamingju með landsliðssætið og samninginn.
 
Ámyndinni frá vinstri eru Hafdís Einarsdóttir stjórnarmaður, Bríet Sigurðardóttir og Stefán Jónsson formaður KKD Tindastóls.
  
Fréttir
- Auglýsing -