Nýliðar ÍA hafa sagt upp samningi sínum við hinn bandaríska Darnell Cowart.
Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu, en honum er þakkað í henni fyrir framlag sitt til félagsins og honum óskað góðs gengis í framtíðinni.
Darnell kom til ÍA fyrir yfirstandandi tímabil og skilaði 19 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir félagið.
Tilkynning:
Breytingar á leikmannahópnum
Darnell Cowart hefur leikið sinn síðasta leik með ÍA.
Við þökkum Darnell fyrir hans framlag, kraft á vellinum og á sama tíma óskum við honum alls hins besta í framtíðinni.




