13:25
{mosimage}
Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍS nú á nýju ári og enn meiri breytingar eru framundan. Bandaríski leikmaðurinn Anabel Perdomo sem kom til liðsins í desember verður ekki meira með og er óvíst hvort ÍS fær nýjan erlendan leikmann í hennar stað. Að sögn Ívars Ásgrímssonar þjálfara liðsins verður það ekki fyrr en í febrúar ef af verður. Einhverjir hafa eflaust tekið eftir því að Signý Hermannsdóttir hefur dregið fram skóna að nýju en hún lék sinn fyrsta leik með liðinu í vetur gegn Haukum í bikarnum á dögunum og var stigahæst.
Þá hefur Svandís Anna Sigurðardóttir skipt til ÍS aftur og hafið æfingar og svo er von á að Alda Leif Jónsdóttir mæti til leiks í lok febrúar en hún átti barn á haustmánuðum.
Mynd: karfan.is