15:46
{mosimage}
(Anton Örn Sandholt)
Einar Árni Jóhannsson þjálfari U16 drengja hefur þurft að gera breytingu á liði sínu fyrir NM. Anton Örn Sandholt framherji úr Breiðablik, sem var annar af reynslumestu leikmönnum liðsins mun ekki leika með liðinu á NM þar sem hann fótbrotnaði í leik með sínum mönnum gegn Keflavík í 4. umferð Íslandsmótsins í Smáranum um síðustu helgi. Þetta kemur fram á www.kki.is
Anton Örn var í U16 liði Íslands síðasta sumar og tók þátt í Norðurlandamóti og Evrópukeppninni í Sarajevo en hann hefur leikið 15 unglingalandsleiki.
Einar Árni hefur valið Andra Daníelsson framherja úr Keflavík í stað Antons í hópinn fyrir Norðurlandamót. Þetta munu verða fyrstu leikir Andra fyrir Íslands hönd.