spot_img
HomeFréttirBretar sterkari á lokasprettinum í fyrsta leik undir 18 ára drengja í...

Bretar sterkari á lokasprettinum í fyrsta leik undir 18 ára drengja í Matosinhos

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap fyrir Bretlandi í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Matosinhos.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur og voru þeir komnir með 10 stiga forystu að fyrsta fjórðung loknum, 12-22. Bretar eru þó snöggir að ná áttum í öðrum leikhlutanum og eru komnir með yfirhöndina þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 40-37.

Leikurinn er svo í nokkru jafnvægi í upphafi seinni hálfleiksins. Bretland nær þó áfram að vera skrefinu á undan í þriðja fjórðung og leiða enn með 3 stigum fyrir þann fjórða, 57-54. Leikurinn er svo í járnum inn í brak mínútur leiksins, þar sem Bretland nær þó að vera aðeins á undan og eru 3 stigum yfir þegar 2 mínútur eru til leiksloka. Íslenska liðið fer afar illa að ráði sínu á lokasprettinum og þarf að lokum að sætta sig við 9 stiga tap, 77-68.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Tómas Valur Þrastarson með 24 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá skilaði Viktor Lúðvíksson 3 stigum, 14 fráköstum og Þórður Jónsson var með 15 stig og 4 fráköst.

Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun laugardag kl. 17:00 gegn Austurríki.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -