Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar í Breogan leiða 1-0 í 8-liða úrslitum LEB Gold deildarinnar á Spáni. Breogan er að leika gegn Penas í 8-liða úrslitum og fór fyrsti leikurinn 69-64 Breogan í vil.
Haukur Helgi lék í 16 mínútur þennan fyrsta leik en tókst ekki að skora. Hann gaf eina stoðsendingu á þessum tíma en atkvæðamestur í liði Breogan var Adrian Laso með 22 stig.
Annar leikur liðanna fer fram á sunnudag, 20. apríl en þá mætast liðin á heimavelli Penas.
Mynd/ [email protected] – Haukur Helgi ásamt Jóni Arnóri en þeir félagar gera víðreist á Spáni þessi dægrin. Haukur Helgi í úrslitakeppni næst efstu deildar (LEB Gold) og þá er úrslitakeppnin handan við hornið hjá Jóni og félögum í Zaragoza í efstu deildinni (ACB).