spot_img
HomeFréttirBrenton til Njarðvíkinga

Brenton til Njarðvíkinga

Brenton Birmingham hefur söðlað um og er nú genginn í raðir Njarðvíkinga. Fyrirsögnin hefur nú líkast til gripið marga í þessari frétt en Brenton mun einungis spila með B liði þeirra Njarðvíkinga í bikarkeppninni en þeir etja einmitt kappi við Fjölni-B í dag. Margir aðrir kappar hafa einnig skipt yfir í UMFN til þess eins að spila með B liði þeirra. 
Þar má nefna Sverrir Þór Sverrisson og Friðrik Ragnarsson sem var eins og flestir vita í UMFG og spilaði með B liði þeirra í bikarnum. B-lið þeirra Njarðvíkinga er nokkuð sterkt og í raun er þetta stór hluti af mannskapnum sem færði félaginu titla á færiböndum hér um árið. Teitur Örlygsson, Rúnar Árnason, Kristinn Einarsson, Jóhannes Kristbjörnsson svo einhverja megi nefna og einnig segir sagan að Hreiðar nokkur Hreiðarsson hafi mætt til æfinga og verði jafnvel með. Vissulega verður fróðlegt að sjá hvort liðið fari í gegnum Fjölni-B í dag og komist eitthvað áfram í bikarnum og þá í kjölfarið hvort ekki verið hringt vestur um haf og Rondey Robinson verði fenginn til starfa. 
Fréttir
- Auglýsing -