spot_img
HomeFréttirBreiðablik síðasta liðið í úrslit og Þórsarar fallnir

Breiðablik síðasta liðið í úrslit og Þórsarar fallnir

20:57

{mosimage}

Fyrstu leikjum kvöldsins er nú lokið, Stjarnan sigraði FSu á Selfossi 72-78 og Keflavík lagði Skallagrím 123-77 í Keflavík. Í Stykkishólmi vann Snæfell Njarðvík 96-80. Grindavík lagði ÍR í Seljaskóla 89-98 og í Smáranum tryggði Breiðablik sér síðasta sætið í úrslitakeppninni með sigri á Tindastól 84-81. Deildarmeistarar KR sendu svo Þór endanlega niður í 1. deild með 108-94 sigri.

Lokastaðan er því þessi
KR 42 stig
Grindavík 38
Snæfell 30
Keflavík 28
Njarðvík 24
Stjarnan 20
ÍR 20
Breiðablik 18
Tindastóll 14
FSu 14
Þór Ak. 12
Skallagrímur 4
 
Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni en hún hefst helgina 14.-15. mars 

KR – Breiðablik
Grindavík – ÍR
Snæfell – Stjarnan
Keflavík – Njarðvík

Gunnar Einarsson var stigahæstur Keflvíkinga í kvöld með 31 stig en Igor Beljanski skoraði 24 stig fyrir Skallagrímsmen.

Justin Shouse skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna en Vésteinn Sveinsson skoraði 19 fyrir FSu.

Í Hólminum var Magni Hafsteinsson stigahæstur heimamanna með 23 stig en fyrir gestina skoraði Fuad Memcic 20 stig.

Nemanja Sovic var maður dagsins hjá Blikum, skoraði 35 stig, þaraf 2 úr vítum í blálokin og tók að auki 18 fráköst. Fyrir Tindastól skoraði Svavar Birgisson 25 stig. En þess má geta að liðin höfðu fyrir þenna leik mæsta 8 sinnum á heimavelli Blika í Úrvalsdeild og Breiðablik hafði aðeins unnið tvisvar.

Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur KR inga og skoraði 22 stig en Daniel Bandy skoraði 21 fyrir Þórsara.

[email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -