Breiðablik semur við einn efnilegasta leikmann landsins

Einn af efnilegri leikmönnum landsins Logi Guðmundsson hefur smið við Breiðablik til næstu tveggja ára. Um er að ræða fyrsta samning sem leikmaðurinn gerir.

Logi spilar með 11. flokki og hefur liðið verið eitt af bestu liðum landsins síðustu ár og hefur árangur Loga vakið eftirtekt bæði hér á landi sem erlendis. Þá hefur hann spilað með yngri landsliðum Íslands. Einnig hefur hann verið að æfa með meistaraflokki félagsins í vetur og ljóst er samkvæmt fréttatilkynningu félagsins að það styttist í að hann muni láta að sér kveða á þeim vígstöðum, en í vetur er hann að spila lykilhlutverk í 11. flokki, 12. flokki og ungmennaflokki.