spot_img
HomeFréttirBreiðablik heldur í við Þór á toppi 1. deildar kvenna

Breiðablik heldur í við Þór á toppi 1. deildar kvenna

Breiðablik hafði sigur á Fjölni þegar liðin áttust við í Dalhúsum í kvöld og tryggðu þær sér þar með tvö mikilvæg stig í baráttunni um toppsætið í 1. deild kvenna. Fjölnisstúlkur hófu leikinn af krafti og náðu 7 stiga forystu áður en gestirnir skoruðu sín fyrstu stig. Blikar fundu þó fljótt taktinn og höfðu náð yfirhöndinni fyrir lok fyrsta leikhluta, 18-21. Sóllilja Bjarnadóttir fór mikinn fyrir Breiðablik í fjórðungnum og skoraði 14 af 21 stigi liðsins. Jafnræði var með liðunum framan af í öðrum leikhluta en í síðari hluta hans tóku gestirnir öll völd og leiddu í hálfleik með 16 stigum, 33-49. Síðari hálfleikur var nokkuð þægilegur fyrir Breiðablik sem jók forystu sína jafnt og þétt og sigraði að lokum með 25 stigum, 57-82. 

Sóllilja Bjarnadóttir var atkvæðamest í liði Breiðabliks með 27 stig og 7 stolna bolta og Auður Íris Ólafsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir skoruðu 14 stig hvor. Þá henti Isabella Ósk Sigurðardóttir í tvöfalda tvennu, skoraði 11 stig og tók 12 fráköst. 

Berglind Karen Ingvarsdóttir var stigahæst í liði Fjölnis með 16 stig og 4 stoðsendingar, Erla Sif Kristinsdóttir bætti við 12 stigum og Kristín María Matthíasdóttir skoraði 9 stig. 

Tölfræði leiks

Myndasafn úr leik

Fréttir
- Auglýsing -