spot_img
HomeFréttirBrandon Davis til reynslu hjá Njarðvík

Brandon Davis til reynslu hjá Njarðvík

Njarðvíkingar hafa nú til reynslu bakvörðinn Brandon Davis sem er nýkominn út háskóla þar sem hann lék með LSU Shreveport. Davis er 190 cm combo-bakvörður sem ætti að geta spilað einnig í þristinum.
 
Aðspurður staðfesti Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga þessar fregnir. Friðrik hafði þó lítið séð af honum á vellinum en þetta muni allt koma í ljós á næstu dögum.
 
Davis skoraði 19 stig í leik með LSUS á síðstu leiktíð og með um 13 fráköst. Rúmlega 4 þessara frákasta komu í sókn. 3 stoðsendingar í leik og tæplega 2 stolnir boltar, en þó með fremur lágt hlutfall stoðsendinga á móti töpuðum boltum eða 0,8.
 
Fréttir
- Auglýsing -