Njarðvíkingar hafa nú til reynslu bakvörðinn Brandon Davis sem er nýkominn út háskóla þar sem hann lék með LSU Shreveport. Davis er 190 cm combo-bakvörður sem ætti að geta spilað einnig í þristinum.
Aðspurður staðfesti Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga þessar fregnir. Friðrik hafði þó lítið séð af honum á vellinum en þetta muni allt koma í ljós á næstu dögum.
Davis skoraði 19 stig í leik með LSUS á síðstu leiktíð og með um 13 fráköst. Rúmlega 4 þessara frákasta komu í sókn. 3 stoðsendingar í leik og tæplega 2 stolnir boltar, en þó með fremur lágt hlutfall stoðsendinga á móti töpuðum boltum eða 0,8.