Brandon Cotton er 26 ára Bandaríkjamaður sem kemur til með að spila stöðu leikstjórnanda hjá Snæfelli. Brandon er annar Bandaríkjamaðurinn sem Snæfell semur við en nýlega gekk Quincy Hankins Cole til liðs við Snæfell. www.snaefell.is greinir frá.
Brandon Cotton er 181 cm á hæð og lék með Detroit Mercy háskólanum þar sem hann var valinn á sínu öðru ári, McDonalds All American. Kappinn var með um 18 stig að meðaltali í skóla, hann hefur spilað víða eins og í Úkraníu, Þýskalandi, D-league og í Dóminska lýðveldinu og hefur ekki fest sig mikið í sessi eftir skólaveru sína en ætlar nú að reyna fyrir sér á Klakanum.
Brandon þykir þó snöggur með gott líkamsvald ásamt góðri yfirsýn sem leikstjórnandi og í bakvarðarstöðum góður skorari og skytta. Hann þykir einnig hörku varnarmaður og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til með að splæsa sig saman með Snæfellsliðinu í vetur.