Bræðurnir Björn og Oddur Kristjánssynir eru komnir á venslasamning frá KR til Breiðabliks og munu því leika með Blikum á komandi tímabili í 1. deild karla. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR staðfesti þetta í samtali við Karfan.is.
Björn og Oddur eru því komnir á æskuslóðir en báðir léku þeir töluvert með Blikum í yngri flokkum en hafa verið á mála hjá KR og Stjörnunni síðustu misseri en Björn einnig komið við hjá ÍR.
Mynd úr safni/ Björn Ingvarsson – Björn Kristjánsson í leik með Stjörnunni gegn Fjölni.