spot_img
HomeFréttirBotnslagurinn gegn Hvít-Rússum í dag

Botnslagurinn gegn Hvít-Rússum í dag

 
U20 ára landslið Íslands mætir Hvíta-Rússlandi í dag kl. 18:00 í Bosníu þar sem Evrópumeistaramótið fer nú fram. Bæði Ísland og Hvíta-Rússland eiga enn eftir að finna sinn fyrsta sigur á mótinu.
Belgar eru á toppi riðilsins með 8 stig, Ísraelar og Bosníumenn eru í 2.-3. sæti með 5 stig en stig gefst fyrir hvern leikinn leik svo Ísland og Hvíta-Rússland eru á botni riðilsins með 3 stig.
 
Haukur Helgi Pálsson er fjórði stigahæsti leikmaður mótsins með 21,3 stig að meðaltali í leik en Georgíumaðurinn Tornike Shengelia leiðir mótið með hvorki meira né minna en 32,5 stig að meðaltali í leik! Þá leiðir Ægir Þór Steinarsson mótið í stoðsendingum með 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Ragnar Nathanaelsson er þriðji í vörðum skotum á mótinu með 2,0 varin skot að meðaltali í leik.
 
Mynd/ FIBA Europe: Ragnar Natahanaelsson er þriðji í vörðum skotum á mótinu. Hann verður með íslenska liðinu í eldlínunni í dag þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi.

[email protected]
Fréttir
- Auglýsing -