spot_img
HomeFréttirBotnbarátta síðasta tímabils endurtekin í fyrstu umferð

Botnbarátta síðasta tímabils endurtekin í fyrstu umferð

09:05

{mosimage}
(Haukar hefja titilvörnina á heimavelli)

Í vikunni var dregið í töfluröð í Iceland Express deildunum og 1. deild karla. Töfluröðin ákvarðar hvaða lið mætast í hverri umferð. Í Iceland Express deild kvenna verður leikið með nýju fyrirkomulagi en Íslandsmeistarar Hauka hefja leik á heimavelli gegn nýliðum KR.

Á ársþingi KKÍ var samþykkt að fjölga liðum í efstu deild kvenna úr 6 í 8. Það þýðir að tvö efstu liðin í 2. deild unnu sig upp í Iceland Express deildina og að ekkert lið féll úr Iceland Express deildinni. Breiðablik sleppur því við fallið og Fjölnir og KR munu leika í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili.

Leikin verður tvöföld umferð til þess að byrja með en eftir það mun deildinni verða skipt í tvo riðla þar sem að fjögur efstu liðin leika innbyrðis og fjögur neðstu liðin leika sín á milli. Síðan verður leikin 6 liða úrslitakeppni næsta vor. Töfluröðin í Iceland Express deild kvenna ákvarðar því leikjaniðurröðun fyrri umferða deildarinnar.

Töfluröðin í Iceland Express-deild kvenna

1 ÍS
2 Haukar
3 Fjölnir
4 Breiðablik
5 Hamar
6 Keflavík
7 KR
8 UMFG

Í fyrstu umferð deildarinnar munu því verða eftirfarandi leikir:

Fjölnir – Keflavík
Haukar – KR
ÍS – UMFG
Breiðablik – Hamar

mynd: [email protected]

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -