11:34
{mosimage}
(James Posey var frábær fyrir græna í nótt)
Boston náðu góðu forskoti í einvígi sínu við Los Angeles Lakers um NBA-titilinn. Boston vann í nótt 91-97 eftir að hafa verið mest 24 stigum undir í fyrri hálfleik. Liðsmenn Boston áttu frábæra endurkomu í seinni hálfleik og unnu með sex stigum.
Lakers leiddi með 22 stigum eftir 1. leikhluta, 14-35, og fátt var í kortunum hjá Bostonmönnum. Lakersmenn misstu forskotið aðeins niður í öðrum en í hálfleik voru Lakers menn 18 stigum yfir.
Boston kom með smá áhlaup í byrjun þriðja en Lakers keyrði muninn fljótlega á ný upp í 20 stig. En þá gerðist eitthvað og Boston byrjaði að saxa á muninn þangað til þeir voru komnir yfir í 4. leikhluta.
Höfðu þeir að lokum sigur og eru komnir yfir í einvíginu.
Paul Pierce skoraði 20 stig í leiknum og félagar hans Kevin Garnett voru með 16 stig og Ray Allen 19 stig. James Posey og Eddie House komu með 18 og 11 stig af bekknum.
Hjá heimamönnum var Lamar Odom með 19 stig og komu 15 þeirra í fyrri hálfleik. Kobe Bryant skoraði 17 stig sem og Pau Gasol.
Staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Boston og þurfa þeir einn sigur í viðbót til að hampa titlinum. Næsti leikur fer fram í Los Angeles á sunnudagskvöld.
Mynd: AP