spot_img
HomeFréttirBoston Celtics meistarar

Boston Celtics meistarar

d
Eftir 20 ára bið eru það Boston Celtics sem hafa tryggt sér NBA meistaratignina að nýju. Í nótt niðurlægðu þeir lið LA Lakers 131-92. Það var annar leikhluti sem að sýning þeirra grænklæddu hófst. Lakers liðið gersamlega féll saman á meðan Celtics byggðu upp 23 stiga forystu sem þeir höfðu í leikhléi (58-35)

Paul Pierce sagði í leikhléi að hann byggist ekki við neinu öðru en að liðið myndi mæta sem sama hugarfari í seinni hálfleik og lið hans brást honum ekki. Celtics lék við hvurn sinn fingur á meðan lið Lakers voru gersamlega andlausir og hugmyndasnauðir í öllum sínum aðgerðum. Meira segja besti leikmaður deildarinnar, Kobe Bryant leit út fyrir að vera byrjandi í sportinu á tímum.
 
Fyrir leik hefur Ray Allen komið við hjá hjálparsveitinni og keypt sér þessa fínu skoteldatertu. Ray kveikti í þráðinum í byrjun fjórða leikhluta og þvílíkar bombur sem fóru af stað hjá kappanum. Piltur endaði með 26 stig og 9/7 í þristum. Lamar Odom gerði heiðarlega tilraun í fyrsta fjórðung að fjarlægja annað augað úr Allen en sú tilraun mistókst.
 
Kevin Garnett var einnig í banastuði setti niður 26 stig og hirti 14 fráköst. Kobe Bryant gerði  22 stig, skotnýting hans var  22/7  og pilturinn gersamlega heillum horfinn og það munar um minna fyrir lið Lakers.  
 
Paul Pierce var svo að lokum valinn besti leikmaður úrslitakeppninar og vel að þeim titli kominn. Þetta var 17. titill lið Celtics og óskum við öllum “Celtics mönnum” hérlendis til hamingju með daginn.

Fréttir
- Auglýsing -