spot_img
HomeFréttirBorce: Það býr mjög mikið í þessu liði

Borce: Það býr mjög mikið í þessu liði

Borce Ilievski þjálfari ÍR var að vonum ánægður með 93-74 sigur liðsins á Njarðvík í kvöld. ÍR hafði yfirhöndina allan leikinn og spilaði góðan varnarleik á áhugalaust lið Njarðvíkur. 

 

„Við erum auðvitað allir mjög ánægðir með sigurinn. Njarðvík er alltaf með sterkt lið en sigurinn er sérstaklega mikilvægur því nú eru þessi lið jöfn í deildinni. Við vissum að þeir hefðu ákveðin vandamál, þeir skipta um erlendan leikmann og Oddur er því miður ekkert með vegna meiðsla.“ sagði Borce um sigur kvöldins.

 

Quincy Hankins Cole kom til liðs við ÍR fyrir rúmum þremur vikum. Hann hefur komið vel út í fyrstu leikjum sínum með liðinu og var besti maður vallarins í kvöld. 

 

„Quincy hefur haft mikil áhrif á liðið. Persónuleikinn hans og karakter hefur góð áhrif á okkur, hann er alltaf jákvæður og gefur allt í leikinn. Ég verð að viðurkenna að ég hafði nokkrar efasemdir þegar við ákváðum að semja við hann. Ég vissi að hann væri gæða leikmaður en hann hafði ekki leikið í eitt og hálf ár. En hann er auðsjáanlega í frábæru formi og verður bara betri eftir því sem líður á tímabilið.“ sagði Borce en ÍR hefur nú unnið tvo leiki í röð eftur brösuga byrjun.

 

„Það býr mjög mikið í þessu liði. Við munum ná í fleiri sigra, markmiðið okkar er úrslitakeppni og ég hef trú á að það takist. Það er ekkert gefins í þessari deild. Eins og sást þegar Skallagrímur vann Stjörnuna um daginn.“

 

ÍR mætir Keflavík í síðasta leik fyrir jól. ÍR skellti einmitt Keflavík í fallsæti með sigrinum í kvöld og því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Borce sagði að lokum um þennan leik gegn Keflavík.

 

„Það er engin auðveldur leikur og það þarf að taka öll lið alvarlega. Með góðum undirbúning getum við unnið öll lið og við förum til Keflavíkur til að sækja sigur.“

 

Mynd / Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -