,,Vandamálið hjá okkur í dag var skortur á einbeitingu í lokin og djúpur bekkur hjá KR. Stóru strákarnir hjá KR höfðu svo afgerandi áhrif á leikinn í lokin, komu ferskir inn og tóku mikilvæg sóknarfráköst. Við náðum ekki að svara KR á lokasprettinum og vissum að í dag myndum við mæta sterkum andstæðing en ég var ánægður með leik minna manna fyrstu 30-35 mínútur leiksins. Því miður köstum við þessu frá okkur á fimm mínútum,” sagði Borce Ilijevski þjálfari Tindastóls eftir naumt tap liðsins gegn KR í undaúrslitum Poweradebikarsins í dag.
,,KR er eitt besta lið landsins, eru með mjög sterkan hóp og eru eitt af líklegri liðunum til þess að taka titilinn í ár sem og bikarinn. Ég óska KR alls hins besta í framhaldinu, þeir eru með sterkt lið og að hafa leikmann eins og Pavel Ermolinskij er eins og að hafa þjálfara inni á vellinum. Hann tengir allt saman svo KR-liðið er mjög sterkt.”