spot_img
HomeFréttirBoltinn Lýgur Ekki: Áramótasprengja - Orðljótur Svali í stúkunni, Gullfallegur Jón Arnór...

Boltinn Lýgur Ekki: Áramótasprengja – Orðljótur Svali í stúkunni, Gullfallegur Jón Arnór og Jólaafhroð Véfréttarinnar

Boltinn Lýgur Ekki tók sig að sjálfsögðu til og hlóð í áramóta og uppgjörsþátt eins og öll betri hlaðvörp landsins gera.

Saltaðir og reyktir mættu Tómas Steindórsson og Guðmundur Auðun Gunnarsson og fóru ásamt véfréttinni yfir það hvað og hverjir sköruðu framúr á fyrri hluta tímabilsins í Dominos deildinni.

Farið var yfir bestu leikmenn tímabilsins hingað til, besta þjálfarann, besta dómarann, best klædda leikmanninn, lið ársins og margt fleira.

Í NBA hluta þáttarins þá var farið yfir afhroð véfréttarinnar í jóladagsspánni, hvort DeAndre Ayton eigi sér viðreisnar von, hvort Jaylen Brown sé Paul George eða Harrison Barnes, hvort Clippers séu bara með Lakers og margt fleira.

Hver þáttur af Boltinn lýgur ekki er tileinkaður einum litríkum karakter og að þessu sinni er það Dennis Rodman og honum fylgir tónlist frá heimaslóðum hans í New Jersey.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Boltinn Lýgur ekki þakkar frábærar viðtökur og hlakkar til þess að vera með ykkur á nýju ári.

Dagskrá:

00:00 – Létt hjal

02:30 – Dennis Rodman er litríkur leikmaður vikunnar

07:30 – Dominos Uppgjörið

48:30 – Árámótaplön strákanna og matarhorn Véfréttarinnar (smá Keflavíkur innskot)

52:00 – Heimshornið

53:00 – NBA

Fréttir
- Auglýsing -