spot_img
HomeFréttirBöðvar segir allt á réttri leið hjá KR

Böðvar segir allt á réttri leið hjá KR

Það hefur vakið nokkra athygli að körfuknattleikslið KR sé ekki búið að ráða þjálfara þó svo það sé kominn júní. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að menn í Vesturbænum séu ekkert að fara á taugum og allt þokist í rétta átt. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. 
„Okkur liggur ekkert á. Það er enn langt í mót. Við höfum verið í viðræðum við Victor Finora í talsverðan tíma og þær viðræður eru enn í gangi. Ég er að vonast til þess að það mál gangi upp," sagði Böðvar en Finora þjálfaði þrjá yngri flokka hjá KR í fyrra á meðan eiginkona hans, Jenny, spilaði með kvennaliði félagsins.
 
 
Ljósmynd/ Jón Björn Ólafsson – [email protected] –  99% líkur eru á því að Pavel verði áfram í Vesturbænum að sögn formanns KKD KR.
Fréttir
- Auglýsing -