Það hefur vakið nokkra athygli að körfuknattleikslið KR sé ekki búið að ráða þjálfara þó svo það sé kominn júní. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að menn í Vesturbænum séu ekkert að fara á taugum og allt þokist í rétta átt. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
„Okkur liggur ekkert á. Það er enn langt í mót. Við höfum verið í viðræðum við Victor Finora í talsverðan tíma og þær viðræður eru enn í gangi. Ég er að vonast til þess að það mál gangi upp," sagði Böðvar en Finora þjálfaði þrjá yngri flokka hjá KR í fyrra á meðan eiginkona hans, Jenny, spilaði með kvennaliði félagsins.
Ljósmynd/ Jón Björn Ólafsson – [email protected] – 99% líkur eru á því að Pavel verði áfram í Vesturbænum að sögn formanns KKD KR.