spot_img
HomeFréttirBlikar rífa dúkinn af Smáranum

Blikar rífa dúkinn af Smáranum

19:10

{mosimage}

Mikil gleði ríkir í Kópavoginum í dag en klukkan 16 í dag hófst körfuknattleiksdeild Breiðabliks handa við að rífa dúkinn sem verið hefur á gólfinu frá byggingu Smárans, af. Ástæða þess að dúkurinn er rifinn af er að til stendur að setja parket á gólf Smárans og mun félagið því framvegis æfa og keppa á keppnisvöllum af bestu gerð en nýja gólfið á að vera tilbúið í ágúst.

Á meðan á framkvæmdum stendur munu Blikar æfa í Lindaskóla.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -