spot_img
HomeFréttirBlikar landa Steinari í 1. deildina

Blikar landa Steinari í 1. deildina

 
Stórskyttan Steinar Arason hefur samið við Breiðablik í 1. deild karla og gengur til liðs við Kópavogsfélagið frá ÍR í Iceland Express deildinni. Þetta staðfesti Sævaldur Bjarnason þjálfari Blika í samtali við Karfan.is.
,,Steinar kemur með flotta reynslu inn í liðið og það mun vafalítið nýtast yngri leikmönnum í hópnum,“ sagði Sævaldur en Steinar mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka í Kópavogi.
 
Steinar var með 11,4 stig að meðaltali í leik með ÍR í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þá var hann með 2,9 fráköst og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik.
 
Ljósmynd/ [email protected]Steinar leikur með Blikum í Smáranum á næstu leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -