spot_img
HomeFréttirBlek á blað í Vesturbænum: Anna María úr Ljónagryfjunni í DHL-Höllina

Blek á blað í Vesturbænum: Anna María úr Ljónagryfjunni í DHL-Höllina

Sex leikmenn skrifuðu undir samninga við Kvennalið KR í Frostaskjólinu í gær. Leikmannahópurinn er þá nánast fullmannaður og lokaundirbúningur fyrir keppnir vetrarins fyrir höndum. Leikmennirnir sem um ræðir eru þær Anna María Ævarsdóttir, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir, Helga Hrund Friðriksdóttir, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir, Kristbjörg Pálsdóttir og Sólrún Sæmundsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKD KR.
Anna María Ævarsdóttir kemur til liðsins frá Njarðvík þar sem hún gegndi stöðu fyrirliða síðasta tímabil. Hrafnhildur Sif hefur flust búferlum suður til Reykjavíkur til að setjast á skólabekk og kemur til með að leika með meistaraflokki og unglingaflokki félagsins. Þær Helga, Ragnhildur, Kristbjörg og Sólrún koma upp úr yngriflokka starfi félagsins og verður gaman að fylgjast með þeim í baráttunni næsta tímabil.
Fréttir
- Auglýsing -