spot_img
HomeFréttirBjörgvin Hafþór: Ekkert vanmat í boði gegn ÍR

Björgvin Hafþór: Ekkert vanmat í boði gegn ÍR

Björgvin Hafþór Ríkharðsson leikmaður Tindastóls var gríðarlega ánægður með sigur liðsins á fyrrum liðsfélögum sínum í ÍR.

 

„Leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Við vissum að ÍR ingarnir væru góðir þrátt fyrir að þeim vanti nokkra stóra pósta í liðið hjá þeim, því þeir eru með fína breidd og þá fá bara aðrir góðir leikmenn meira tækifæri. Það var ekkert vanmat í boði frá okkur í kvöld.“ sagði Björgvin Hafþór við Karfan.is eftir leikinn í kvöld.

 

Björgvin spilaði með ÍR síðustu tímabil við mjög góðan orðstýr og fannst eitthvað furðulegt við það að spila við sína fyrrum liðsfélaga.

 

„Það var mjög skrítið að hita upp og vera ekki sömu meginn og gömlu liðsfélagarnir en það var mjög gaman að koma þarna og spila við ÍR. Var búin að bíða spenntur eftir þessum leik eftir að ég fór frá þeim.“

 

Stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto Hooligans eru þekktir fyrir stuð og stemmningu en fannst Björgvini ekkert óþægilegt að hafa þá á hliðarlínunni gegn sér?

 

„Jú þeir eru flottir stuðningsmenn, en maður reynir að einbeita sér ekki mikið af þeim. En alltaf gaman að spila þegar það er stemning í stúkunni“

 

Tindastóll mætir Njarðvík eftir viku í Síkinu og verður áhugavert að sjá hvort Björgvin og félagar ná að halda uppteknum hætti í þeim leik.

Fréttir
- Auglýsing -