spot_img
HomeFréttirBjarni Rúnar, Sindri og Svavar áfram með Þór

Bjarni Rúnar, Sindri og Svavar áfram með Þór

 

Forsvarsmenn Dominos deildarliðs Þórs á Akureyri sitja ekki auðum höndum þessa dagana. Fyrr í vikunni tilkynntu þeir nýjan samning við Ingva Rafn Ingvason. Nú hafa þeir Bjarni Rúnar Lárusson, Sindri Davíðsson og Svavar Sigurður Sigurðarson einnig allir gert nýja samninga við félagið og munu þeir leika með félaginu á komandi tímabili.

 

Fréttatilkynning Þórs:

 

Í dag skrifuðu þeir Bjarni Rúnar Lárusson, Sindri Davíðsson og Svavar Sigurður Sigurðarson undir nýja samninga við Þór og því ljóst að þeir munu prýða Domino´s deildarlið Þórs næsta tímabil.

 

Bjarni Rúnar 27 ára gamall 193 cm hár framherji kom til Þórs frá Hamri úr Hveragerði fyrir tímabilið 2015-2016. Bjarni lék lítið með liðinu í vetur vegna meiðsla en stefnir á að vera með á næsta tímabili af fullum krafti.

 

Sindri Davíðsson er 25 ára gamall bakvörður. Sindri er uppalinn Þórsari,  gríðarlega öflugur varnarmaður og var t.a.m. valinn besti varnarmaður Þórs á lokahófi körfunnar fyrir skemmstu. Sindri átti mjög flott tímabil í vetur og spilaði alls 25 leiki með Þór og spilatími hans rúmar 10 mínútur í leik.

 

Svavar Sigurður Sigurðarson er 18 ára gamall bakvörður einn af mörgum ungu og efnilegu leikmönnum sem koma upp úr yngri flokka starfi Þórs. Svavar kom við sögu í allmörgum leikjum í vetur og vaxið með hverjum leiknum.

 

Þetta eru sannarlega ánægjuleg tíðindi fyrir Þór að hafa tryggt að þessir öflugu leikmenn verða áfram í Þór. 

 

Það var Ágúst Herbert Guðmundsson sem undirritaði samningana fyrir hönd körfuknattleiksdeildar.

Fréttir
- Auglýsing -