spot_img
HomeFréttirBjarni og Andri í þjálfarateymi landsliða KKÍ

Bjarni og Andri í þjálfarateymi landsliða KKÍ

Bjarni Magnússon, þjálfari karlaliðs ÍR, hefur verið ráðinn þjálfari U20 ára landsliðs kvenna. Jafnframt verður Bjarni aðstoðarþjálfari landsliðs kvenna og bætist því í hópinn með Ívari Ásgrímssyni þjálfara og Margréti Sturlaugsdóttur aðstoðarþjálfara. www.kki.is greinir frá.
 
 
Andri Kristinsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari U20 ára landsliðs kvenna og verður því Bjarna til halds og trausts.
 
Framundan er norðurlandamót U20 ára landsliða í Kaupmannahöfn í sumar og svo mun landslið kvenna taka þátt í Smáþjóðaleikum hér heima í júní og mun einnig undirbúa sig fyrir Evrópukeppni kvenna sem hefst næsta haust.
 
  
Efri mynd Bjarni, neðri mynd Andri
Fréttir
- Auglýsing -