Undir 18 ára lið stúlkna lauk í dag leik á Evrópumóti þessa árs í Írlandi með góðum sigri á Úkraínu, 58-54. Leikurinn úrslitaleikur um 13.-14. sæti og með sigrinum hafna þær því í því 13.
Leikurinn í dag jafn í upphafi, eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland með 13 stigum gegn 10. Úkraína var þá betri aðilinn undir lok hálfleiksins, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik höfðu þær snúið taflinu sér í vil og voru 6 stigum yfir, 25-31.
Íslensku stúlkurnar voru svo betri í upphafi seinni hálfleiksins og voru aftur komnar með forystuna fyrir lokaleikhlutann 44-43. Í honum var leikurinn svo jafn og spennandi allt fram til loka, þar sem Ísland hafði sigurinn 58-54.
Atkvæðamest í íslenska liðinu var Birna Benónýsdóttir með 25 stig, 12 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 3 varin skot á þeim 36 mínútum sem hún spilaði. Þrjú þeirra stiga sem hún skoraði voru síðustu stig leiksins, karfan sem kom Íslandi í 58-54 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum.
Mynd / FIBA
Hérna er leikur dagsins: