Nýliðar FSu verða brátt fyrir þónokkrum skakkaföllum en í gærkvöldi lék Birkir Víðisson sinn síðasta heimaleik með FSu á tímabilinu. Gylfi Þorkelsson formaður FSu staðfesti við Karfan.is í gærkvöldi eftir viðureign FSu og KR að Birkir væri á leið erlendis.
Mun Birkir vera á leið í heimsreisu en hann hefur skilað tæpum 11 mínútum að meðaltali í leik með FSu það sem af er leiktíðinni og verið með 3,6 stig að meðaltali í leik. Karfan TV ræddi við Cristopher Caird leikmann FSu eftir tapið gegn KR í gær þar sem Caird kvað brotthvarf Birkis mikla blóðtöku.
Mynd/ [email protected] – Birkir í baráttunni gegn Michael Craion í viðureign FSu og KR í gær.