spot_img
HomeFréttirBilly Donovan að fara framlengja

Billy Donovan að fara framlengja

12:22

{mosimage}

 

 

Billy Donovan, þjálfari Floria háskólans, er að fara skrifa undir 7 ára samning við skólann. Donovan hefur verið mjög eftirsóttur eftir að hafa gert Florida að tvöföldum háskólameisturum. Hefur hann m.a. neitað tilboðum um að þjálfa í NBA ásamt mjög spennandi tilboðum í háskólaboltanum. Ef hann skrifar undir samninginn mun hann þjálfa liðið út 2013-14 tímabilið og fá um $25 milljónir á samningstímanum.

 

Donovan mun fá um $3 milljónir fyrir fyrsta árið. Samningur mun svo hækka og á síðasta árinu mun hann fá yfir $3.75 milljónir.

 

Þetta eru gleðifréttir fyrir Florida háskólann en alveg síðan þeir urðu háskólameistarar fyrir ári síðan hafa háværar raddir verið um að hann myndi flytja sig um set. Ef hann skrifar undir munu þær raddir þagna.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -