spot_img
HomeFréttirBillups logandi í sigri Denver á LA Lakers

Billups logandi í sigri Denver á LA Lakers

Chauncey Billups sett persónulegt met þegar hann skoraði 39 stig, þar af níu 3ja stiga körfur, gegn meisturum LA Lakers sem hafa verið ansi brothættir upp á síðkastið. Denver hefur haft gott lag á Lakers upp á síðkastið og skaut þá svo sannarlega í kaf þrátt fyrir að vera án stigahæsta manns deildarinnar, Carmelo Anthony. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers þrátt fyrir að glíma við margs konar meiðsli og Pau Gasol var með 17 stig og jafnmörg fráköst, en aðrir voru ekki að standa sig sem skildi.
 
 
Á meðan unnu Boston Celtics léttan sigur á kjallaraliði NJ Nets og Orlando töpuðu óvænt fyrir Washington þar sem Caron Butler skoraði sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leikslok.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
Indiana 107 Detroit 83
Orlando 91 Washington 92
New York 107 Milwaukee 114
Boston 96 New Jersey 87
Atlanta 91 Chicago 81
New Orleans 94 Philadelphia 101
Memphis 83 Houston 101
Dallas 108 Minnesota 117
Sacramento 102 Phoenix 114
LA Lakers 113 Denver 126

 
Fréttir
- Auglýsing -